Samanlagður hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja nemur 64,6 milljörðum íslenskra króna. Landsbankinn hagnast mest, eða um 28,8 milljarða króna.

Íslandsbanki hagnast síðan næstmest eða um 23,1 milljarð króna en Arion banki hagnast um 12,7 milljarða króna. Hagnaður tveggja fyrrnefndu bankanna er mun meiri vegna virðisbreytinga útlána og krafna.

Hagnaður Arion banka minnkar um 4,4 milljarða króna, Hagnaður Íslandsbanka sendur nánast í stað en hann var 23,4 milljarðar í fyrra en hagnaður Landsbankans eykst um 3,3 milljarða.