Greiningardeild Landsbankans áætlar að samanlögð fjárfestingageta félaganna Atorku, Exista og FL Group sé um 240 milljarðar króna um þessar mundir.

Greiningardeildin bendir á að rekstur fjárfestingafélaganna Atorku, Exista og FL Group hafi almennt gengið vel síðastliðin ár og hefur efnahagur þeirra vaxið hratt. Öll eru með eiginfjárhlutfall nærri 50%.

"Við teljum að fjárfestingafélögin séu ágætlega í stakk búin til frekari fjárfestinga," segir í skýrslu greiningardeildar Landsbankans sem kynnt var í morgun.