Frjáls verslun hóf birtingu lista yfir stærstu fyrirtæki landsins á áttunda áratug síðust aldar. Listinn byggðist í fyrstu á launakostnaði fyrirtækja og fjölda starfsmanna og voru upplýsingarnar fengnar frá Hagstofu Íslands.

Árið 1979 var birtur listi yfir 100 stærstu fyrirtækin og var Samband íslenskra samvinnufélaga stærsta fyrirtæki landsins en eigendur þess, kaupfélögin, voru áberandi á listanum. Í kringum 1990 féllu mörg þeirra en Sambandið hvarf úr hópi stærstu fyrirtækjanna 1992 þegar félagið var í raun gjaldþrota. Hins vegar varð það ekki gjaldþrota heldur náði nauðasamningi við kröfuhafa.

Það vekur einnig athygli hvað útgerðarfyrirtækin eru neðarlega á listanum. Þau skiluðu hins vegar miklum tekjum þó afkoma þeirra sveiflaðist mikið eftir afurðaverði og hvernig fiskaðist. Af 30 stærstu fyrirtækjunum árið 1979 hefur um þriðjungur orðið gjaldþrota eða rekstri verið hætt.

Þess má geta að bókin 300 stærstu kemur út seinna í mánuðinum.

Greinin birtistí 80 ára afmælisriti Frjálsrar verslunar sem kom út í haust. Finna má blaðið á helstu sölustöðum. Hægt er að kaupa blaðið hér eða gerast áskrifandi hér .