Landsbankinn fól Banc of America Securities Limited, BayernLB, Deutsche Bank Luxembourg S.A., Lloyds TSB Bank plc. og Royal Bank of Scotland plc. að hafa yfirumsjón með sambankaláni til bankans að fjárhæð 300 milljón evra til þriggja ára í tveimur lánshlutum. Eftirspurn eftir þátttöku í láninu var mjög mikil strax á fyrstu stigum segir í tilkynningu bankans.

Hinn 14. júní var bönkum sem eru í nánu samstarfi við Landsbankann boðin þátttaka og til viðbótar skuldbundu þá eftirfarandi tíu aðilar sig til þess að taka þátt í láninu: Citigroup, Credit Suisse, Dresdner Bank, DZ Bank, Fortis Bank, HSBC, ING Bank, JP Morgan, SMBC and Societe Generale. Þáttaka er þegar umfram áætlun og stóðu lánsloforð í 500 milljónir evra áður en öðrum fjárfestum var boðin þátttaka 28. júní
síðastliðinn. Vel sóttur kynningarfundur fyrir fjárfesta var haldinn í gær 4. júlí í London en gert
er ráð fyrir að lántökunni ljúki fyrir lok júlí.