Sambíóin. Mynd/ Jim Smart.
Sambíóin. Mynd/ Jim Smart.

Sambóin hafa ákveðið að draga uppsagnir tveggja starfsmanna til baka. Tveimur stúlkum var sagt upp eftir að þær gagnrýndu kynjaskiptingu starfa innan fyrirtækisins. Í tilkynningu sem Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, sendi fjölmiðlum segir að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hafi verið frestað og segja að mistök hafi verið gerð þegar stúlkunum var sagt upp.

„Stjórnendur fyrirtækisins biðjast afsökunar á þessum mistökum og árétta að á næstu dögum verður farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu.