Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir samdráttarskeið vofa yfir evrusvæðinu. Í nýrri hagspá fyrir evrusvæðið er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 1,5% á svæðinu á þessu ári og aðeins 0,5% á því næsta, samkvæmt nýrri spá framkvæmdastjórnarinnar. Þetta er talsvert breyting frá fyrri spá sem hljóðaði upp á 1,6% hagvöxt á þessu ári og 1,8% vöxt á því næsta.

Olli Rehn
Olli Rehn
© AFP (AFP)

Í spánni kemur fram að skuldakreppan hafi sett mark sitt á ríkisbúskap evruríkjanna og muni þau áfram berjast við það að koma sér á réttan kjöl. Skuldavandinn á evrusvæðinu hefur áhrif á heimshagkerfið allt enda sambönd landa á milli tengd viðskiptasamböndum.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál hjá ESB, að stöðnun ríki í Evrópu og sé hætta á nýju samdráttarskeiði.

Í hagspánni kemur fram að skuldir evruríkjanna muni aukast á næstu tveimur árum og þær fara úr 88% af landsframleiðslu nú í 90,4% á næsta ári. Árið 2013 fara skuldirnir svo í 90.9% af landsframleiðslu.

Skuldir verst settu evruríkjanna er talsvert verri. Þar á meðal eru skuldir Ítalíu 118% af landsframleiðslu og skuldir Grikkja 145% af landsframleiðslu.