Samtök fasteignalánveitenda í Bandaríkjunum (e. Mortgage Bankers Association) spá því að samdráttarskeiðið á fasteignamarkaðnum muni ekki renna sitt skeið á enda fyrr en við lok þriðja ársfjórðungs næsta árs. Ef jafnvægi kemst ekki á fjármálamarkaði er það trú Dougs Duncan, aðalhagfræðings samtakanna, að ástandið muni ekki skána fyrr en árið 2009.

Nánar er fjallað um spá Samtaka fasteignalánaveitenda í Bandaríkjunum í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.