Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. desember til 3. janúar, nam 2,1 milljarði króna og dróst saman um 24% frá sömu viku fyrir ári. Sé miðað við fjögurra vikna meðalveltu var 16% samdráttur á milli ára og er það í fyrsta sinn frá því í febrúar í fyrra sem samdráttur er á milli ára á þennan mælikvarða, en þá var hann mestur 7%.

Samdráttur fjögurra vikna meðalveltu hefur ekki verið meiri frá því í nóvember 2006. Frá júní og fram í nóvember það ár var stöðugur og mikill samdráttur á fasteignamarkaði og náði samdráttur fjögurra vikna meðalveltu 39% í ágúst það ár.