Verð á hlutabréfum lækkaði talsvert í kjölfar frétta af samdrætti á evrusvæðinu. Það sama hefur sést á helstu vísitölum en Dow Jones vísitalan lækkaði um 1,1%, Standard & Poor's lækkaði um 1,22% og Nasdaq um 1,29%.

Samkvæmt upplýsingum sem Hagstofa Evrópusambandsins birti í morgun var 0,3% samdráttur á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi 2011. Þá hafa bæði einkaneysla og útflutningur dregist saman um 0,4% og innflutningur um 1,2%.Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá Evrópusambandinu, sagði í kjölfarið ljóst að evrusvæðið vera að fara í gegnum milda niðursveiflu.

Þessi tíðindi hafa aukið á áhyggjur um stöðu Grikklands og vakið efasemdir um getu Evrópusambandsins til að styðja við landið.