Framleiðsla í Bretlandi dróst saman um 2,9% í maí síðastliðnum samanborið við sama mánuð á síðasta ári. Ástæðan fyrir samdrættinum er rakin til framleiðslusamdráttar í lyfja- og málmiðnaði. Þessi mikli samdráttur kom nokkuð á óvart en samkvæmt spám markaðsila var gert ráð fyrir 1,6% samdrætti frá árinu áður af því er fram kemur í frétt IFS greiningar.