Hagnaður Berkshire Hathaway, sem er í eigu Warren Buffet, dróst verulega saman á síðasta ársfjórðungi. Hagnaður félagsins féll um 77 af hundraði.

Þetta er fjórði ársfjórðungurinn í röð þar sem hagnaður félagsins dregst saman. Stafar það meðal annars af tapi á rekstri tryggingafélaga  en Berkshire Hathaway sérhæfir sig í trygginga- og fjárfestingafélögum.

Tekjuafgangur á fjórðungnum nam 1.06 milljörðum bandaríkjadala eða um 682 bandaríkjadali á hlut. Í fyrra nam tekjuafgangurinn 4,55 milljörðum bandaríkjadala.

Reuters greindi frá.