Forstjóri Disney fyrirtækisins varar við því að mögulegt viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína skaði fyrirtækið en Kína er í síauknum mæli mikilvægur markaður fyrir kvikmynda og vörusölu fyrirtækisins.

Jafnframt segir fyrirtækið að nýtt Disneyland við Shanghai hafi verið einn af björtustu punktunum í rekstri fyrirtækisins á árinu 2016., en síðan garðurinn opnaði í júní hefur hann tekið við meira en 7 milljón gestum.

Hann hefur jafnframt haft áhyggjur af því að verndarstefna Donald Trump Bandaríkjaforseta geti sett af stað viðskiptastríð milli landanna.

Trump hótaði viðskiptatollum

Á meðan á kosningabaráttu Trump stóð hótaði hann að setja á 45% toll á kínverskan innflutning, til að reyna að jafna stöðu landanna. „Viðskiptastríð milli Kína myndi skaða viðskiptahagsmuni Disney og viðskipti almennt," sagði Bob Iger forstjóri Disney.

Jafnframt gagnrýndi hann ákvörðun Trump forseta að banna innflytjendur og flóttamenn frá nokkrum múslimalöndum að koma til landsins. „Við getum ekki lokað landamærunum gagnvart innflytjendum."

Ummælin lét Iger falla þegar Disney tilkynnti um óvæntan samdrátt um 3% í sölu á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Nam salan 14,8 milljörðum Bandaríkjadala, sem fyrirtækið sagði vera vegna minni auglýsingatekna frá ESPN og 7% samdrátt í tekjum frá kvikmyndum fyrirtækisins.

Féllu hlutabréf í Disney í kjölfarið um 2%.