Danskar ferðaskrifstofur greindu frá skyndilegum og snörpum samdrætti ferðabókana til múslimalandanna í dag.

Danir virðast hræddir við að ferðast til Mið-Austurlandanna eftir að Jótlandspósturinn birti skopmyndir af Múhameð spámanni, en myndbirtingarnar hafa vakið mikla reiði á meðal múslima víðs vegar um heim.

Hins vegar sögðust norrænuflugfélögin SAS og Sterling, sem er í eigu FL Group, ekki hafa fundið fyrir samdrætti enn en að samráttur í bókunum gæti orðið að veruleika síðar þar sem Danir gætu frestað ferðalögum vegna málsins.