Rekstrarhagnaður ISS á Íslandi lækkaði úr 143,3 milljónum króna í 81,5 milljónir milli ára í fyrra eða um 43%. Hagnaður ISS eftir skatta nam 73,7 milljónum í fyrra en var 172,7 milljónir árið áður.

Tekjur ISS jukust úr 4 milljörðum í 4,7 milljarða milli ára. Félagið er metið á tæplega 1,8 milljarða í ársreikningi Sands ehf. sem stofnað var um kaup fjárfesta á félaginu á síðasta ári. Félög í eigu Einars Sveinssonar og Benedikts Sveinssonar voru meirihlutaeigendur í Sandi um áramótin.