Það er til merkis um þann mikla samdrátt sem orðið hefur í útleigu á myndböndum og mynddiskum að seldum eintökum til myndaleiga hefur fækkað úr 103.000 eintökum árið 2001 í 39.000 eintök árið 2010.

Í tölum frá Hagstofunni er áætlað að fjöldi útleigðra mynda hafi verið um 3,1 milljón eintök árið 2001 en hafi í fyrra verið um 1,6 milljónir eintaka.

Athuga ber hins vegar að í tölum um útleigu er ekki leiga í gegnum myndveitur, svokallaða Video on Demand þjónustu. Sala á kvikmyndum til eignar, en ekki útleigu, nam árið 2001 í kringum 260.000 eintökum en í fyrra nam hún 750.000 eintökum.

Er það lækkun upp á um 120.000 eintök frá árinu 2009. Verðmæti seldra mynda á útgefendastigi á síðasta ári nam um 830 milljónum króna.