Hagnaður lággjaldaflugfélagsins Ryanair minnkaði á síðasta ársfjórðungi síðasta árs í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Reiknað er með að hagnaður fyrirtækisins geti minnkað um allt að 50% á þessu ári vegna hækkandi olíuverðs og samdráttar í ferðalögum almennings.

Hlutabréf í Ryanair lækkuðu mikið í kjölfar fregnanna og var lækkun þeirra á markaði í Dublin sú mesta í fjögur ár.