United Airlines hyggst draga úr innlendri starfsemi um 17-18% á næsta ári og fækka um allt að 100 flugvélar. Telegraph greinir svo frá í dag. Einnig er fyrirætlað að segja upp um 2.100 starfsmönnum, en í dag starfa alls 55.000 manns hjá félaginu.

Ásamt ofangreindum uppsögnum segja stjórnendur að fækkað geti um 1.400-1.600 stöðugildi til viðbótar í gegnum margvíslega hagræðingu.

Þessi tíðindi koma viku eftir að United Airlines hættu við sameiningarviðræður við US Airways. Fyrir stuttu var samruni tveggja annarra flugfélaga samþykktur, Delta og Northwestern.

Fyrir viku tilkynnti American Airlines um 11-12% samdrátt í innlendri starfsemi. Flugfélagið er jafnframt hið fyrsta af sinni stærðargráðu sem rukkar farþega sérstaklega fyrir allan farangur sem þeir taka með sér.