Útgáfufélag bandaríska dagblaðsins Washington Post, hagnaðist um 4,7 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 85% samdráttur á milli ára. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra nam hagnaður útgáfunnar 31 milljón dala.

Hagnaðurinn skrifast á sjónvarphluta útgáfufélagsins á sama tíma og tap varð af útgáfu dagblaðahlutans. Tekjur stóðu svo til í stað á milli ára. Þær námu 959 milljónum dala á fyrsta ársfjórðungi.

Velta í dagblaðahlutanum dróst saman um 4% á milli ára og námu þær 127,3 milljónum dala. Það skýrist s.s. af því að salan á dagblaðinu dróst saman um 7,2% á milli ára. Salan á helgarútgáfunni var sömuleiðis 7,7% minni á fyrsta ársfjórðungi nú en í fyrra.

Þá voru minni tekjur af sölu auglýsinga á fyrsta ársfjórðungi í blaðahlutanum en þær drógust saman um 8% á milli ára. Á móti samdrættinu í prenthlutanum jukustu tekjur af sölu netauglýsinga um 16% á milli ára, að því er fram kemur í umfjöllun AFP-fréttastofunnar af málinu.