Komin eru fram augljós merki um samdrátt í bifreiðasölu - einum stærsta og sveiflukenndasta þætti einkaneyslu heimilanna, segir greiningardeild Glitnis. Bílasala hefur dregist saman um 23%, ef skoðaður er júlí mánuður í ár og í fyrra.

?Á öðrum ársfjórðungi voru seldir ríflega 15% færri bifreiðar en á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er því að aukast eftir því sem líður á árið. Eftir eitt sölumesta ár sögunnar í fyrra þegar bifreiðasalan fór í fyrsta sinn yfir 18 þúsund virðist sem salan í ár ætli að verða nálægt 16 þúsund. Þrátt fyrir samdráttinn verður árið að líkindum þriðja stærsta ár í sögu bifreiðasölu hér á landi," segir greiningardeildin.

Sveiflur í bifreiðakaupum segja mikið til um þróun einkaneyslu, frá einum tíma til annars og eru breytingar í þeim efnum ein af fyrstu vísbendingum um hvað sé framundan.

?Bifreiðasala var til dæmis eitt af því fyrsta sem tók við sér við upphaf undangengins hagvaxtarskeiðs. Nú er samdrátturinn í bifreiðasölu vísbending um að framundan er niðursveifla í efnahagsmálum þjóðarinnar," segir greiningardeildin.