*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 3. maí 2018 11:11

Samdráttur í bílasölu nam 11,5%

Í apríl í ár seldust 236 bílum færri en á sama tíma fyrir ári, en samdrátturinn fyrstu fjóra mánuði ársins nemur 4,1%.

Ritstjórn
Toyota bílar voru mest selda einstaka bílmerkið fyrstu fjóra mánuði ársins
Aðsend mynd

Í nýafloknum aprílmánuði var 11,5% samdráttur í bílasölu samanborið við sama mánuð árið 2017. Alls voru skráðir 1812 nýir fólksbílar í apríl. Sala á nýjum bílum frá 1. til 30. apríl dróst saman um 11,5% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1812 bílar á móti 2048 bílum í sama mánuði árið 2017 eða samdráttur um 236 bíla.

Á þessum fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa verið nýskráðir 6.427 fólksbílar sem gerir 4,1% samdrátt frá sama tímabili á árinu 2017. Af þessum 6.427 fólksbílum skiptast orkugjafar þannig að 42,5% eru díselbílar, 38,3% eru bensínbílar og rétt rúmlega 19% skiptist á milli tvinnbíla og hreinna rafmagnsbíla.

Bílaleigurbílar eru 38,3 af heildar nýskráningum fólksbíla. BL er með mestu markaðshlutdeildina eða 26,4% en Toyota er mest selda einstaka bílmerkið 1.111 nýskráða bíla segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.

Stikkorð: Bílar bílasala nýskráningar