Mikill samdráttur í byggingariðnaði veldur því að stóru byggingarvörufyrirtækin hafa orðið að draga verulega saman seglin. Þannig mun Byko loka verslun og timbursölu sinn á Akranesi í lok október.

Sigurður E. Ragnarsson, forstjóri Byko, segir að ekki standi þó til frekari lokanir, hvorki á landsbyggðinni né á höfuðborgarsvæðinu.

Auk verslunar á Akranesi rekur fyrirtækið nú verslanir á Akureyri, Reyðafirði, Selfossi og í Reykjanesbæ auk verslana á þrem stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Húsasmiðjan hefur einnig dregið saman seglin á undanförnum misserum vegna gríðarlegs samdráttar á byggingamarkaði. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að þar á bæ hafi menn brugðist mjög snemma við samdrætti á markaðnum. Þá hafi verið lokað strax í fyrra við Fiskislóð og á Smáratorgi. "Við höfum þó ekki nein áform um frekari samdrátt."