*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 18. maí 2018 10:00

Samdráttur í ferðaþjónustunni

Minnkandi velta er hjá leiðsögumönnum sem og hjá hótelum og veitingamönnum.

Ritstjórn
Merki um kólnun í ferðaþjónustunni.
Haraldur Guðjónsson

Talið er að væntingar um vöxt ferðaþjónustunnar í ár muni ekki ganga eftir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Minnkandi velta er hjá leiðsögumönnum sem og hjá hótelum og veitingamönnum. 

Hrefna Sætran veitingamaður í Reykjavík segir sölu hjá mörgum veitingahúsum vera að dragast saman og verið sé að loka mörgum stöðum í miðbænum. 

Framkvæmdastjóri Íslandshótela, Davíð Torfi Ólafsson, segir að víða um land sé ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri heilsárshótela. 

Bókunarstaða hjá mörgum hótelum er sú versta fra upphafi nú í maí og talið er að sterkari króna eigi sinn þátt í þeirri þróun. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is