Talið er að væntingar um vöxt ferðaþjónustunnar í ár muni ekki ganga eftir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Minnkandi velta er hjá leiðsögumönnum sem og hjá hótelum og veitingamönnum.

Hrefna Sætran veitingamaður í Reykjavík segir sölu hjá mörgum veitingahúsum vera að dragast saman og verið sé að loka mörgum stöðum í miðbænum.

Framkvæmdastjóri Íslandshótela, Davíð Torfi Ólafsson, segir að víða um land sé ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri heilsárshótela.

Bókunarstaða hjá mörgum hótelum er sú versta fra upphafi nú í maí og talið er að sterkari króna eigi sinn þátt í þeirri þróun.