Hagkerfi Ástralíu dróst saman um 0,5% á þriðja ársfjórðungi, en þar hefur ríkt samfelldur hagvöxtur frá árinu 2011. BBC greinir frá.

Samdráttur í neyslu fyrirtækja, ríkisins og einstaklinga skýrðu stærstan hluta á samdrætti í landinu. Gott gengi í námugreftri Ástralíumanna og mikil eftirspurn eftir áströlskum hrávörum hafa gert það að verkum að ekki hefur verið kreppa í Ástralíu í 25 ár.

Ástralski dollarinn veiktist við fregnirnar en hann er nú metinn á 0,742 Bandaríkjadollara.

Að mati greiningaraðila er þó líklegt að hagvöxtur komi til með að taka við sér í náinni framtíð. Haft er eftir Tapas Strickland hagfræðingi hjá Seðlabanka Ástralíu, í frétt BBC, að ekki er búist við eins miklum samdrætti á næsta ársfjórðungi.

„Við reiknum með því að verg landsframleiðsla hækki aftur á næsta fjórðungi svo það er óþarfi að þetta verði of mikið umfjöllunarefni,“ segir Strickland.