Í fyrsta sinn í sex áratugi er því spáð að hagvöxtur innan þróunarríkja í Asíu, sem 45 lönd falla undir, verði neikvæður. Þróunarbanki Asíu (e. Asian Development Bank) spáir því að samdrátturinn muni nema 0,7% á þessu ári en að hagvöxtur verði 6,8% hjá sömu þjóðum á næsta ári.

Um þrír fjórðu landanna er spáð samdrætti á árinu en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir 0,1% hagvexti á þessu svæði. Umfjöllun á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Því er spáð að samdráttur á Indlandi verði um níu prósent á meðan áætlaður hagvöxtur hjá Kína er 1,8%. Þau lönd sem treysta á ferðaþjónustu verða verst af en gert er ráð fyrir að hagkerfi Fídjíeyja dragist saman um 19,5% á þessu ári.

Kröftugur viðsnúningur á að eiga sér stað á næsta ári og þá sérstaklega hjá þeim þjóðum sem verst fara úr faraldrinum. Meðal annars er spáð 7,7% hagvexti í Kína og 8% hagvexti hjá Indlandi. Skyldi faraldurinn dragast á langinn eða sóttvarnaraðgerðir herðast gæti það haft veruleg áhrif á spá bankans.