*

mánudagur, 13. júlí 2020
Erlent 9. ágúst 2019 09:57

Samdráttur í fyrsta sinn í sjö ár

Samdráttur í framleiðslu og veikari byggingargeiri voru aðal ástæður þessa að breska hagkerfið dróst saman á öðrum fjórðungi ársins.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Breska hagkerfið dróst saman um 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs en hagstofa landsins birti í morgun hagvaxtartölur fyrir tímabilið. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem breska hagkerfið dregst saman á einum ársfjórðungi frá árinu 2012. Samkvæmt frétt BBC voru tölurnar neikvæðari en búist var við eftir 0,5% vöxt á fyrsta ársfjórðungi ársins en greinendur höfðu að meðaltali gert ráð fyrir að verg landsframleiðsla myndi standa í stað á fjórðungnum. 

Samkvæmt Rob Kent Smith, yfirmanni yfir hagtalna hjá bresku hagstofunni kom samdrátturinn helst til af samdrætti í iðnaðarframleiðslu auk þess sem byggingargeirinn var veikari á fjórðungnum. Því til viðbótar hafi enginn vöxtur í þjónustugeiranum ekki hjálpað til. 

Breska pundið hefur veikst um 0,4% gangvart evru eftir að tölurnar voru birtar og um 0,25% gagnvart dollar eftir að tölurnar voru birtar. 

Stikkorð: Bretland