*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 6. mars 2017 14:05

Samdráttur í Grikklandi

Efnahagurinn dróst saman í Grikklandi um 1,2% á síðasta ársfjórðungi ársins 2016.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Efnahagur Grikklands, lands sem er hlaðið skuldum, hefur munað fífil sinn fegurri. Efnahagurinn dróst saman í Grikklandi um 1,2% á síðasta ársfjórðungi ársins 2016.  Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttaveitunnar.

Það þýðir að efnahagur Grikklands hefur dregist saman átta ár í röð. Samkvæmt útreikningum grískra fjölmiðla var efnahagssamdráttur í Grikklandi um 0,05% árið 2016.

Nýverið fjallaði Viðskiptablaðið ítarlega um núverandi efnahagsástand í Grikklandi. Í þeirri umfjöllun kemur meðal annars fram að skuldir gríska ríkisins hafa haldið áfram að aukast, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og að atvinnuleysi er mun meira en gerist og gengur í Evrópusambandinu.