Samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í morgun námu útlán bankanna í júlí rúmum 3,6 milljörðum króna en útlán þeirra hafa aldrei verið minni í einum mánuði frá því að bankarnir komu inn á markað fyrir íbúðalán, segir greiningardeild Glitnis.

?Er þetta verulegur samdráttur í útlánum bankanna frá fyrri mánuði en þá námu útlán þeirra tæpum 5,2 milljörðum króna í lok mánaðarins nam heildarfjárhæð verðtryggðra íbúðalána banka 380,2 milljörðum króna og er fjöldi lána er kominn í 37.684 og meðalfjárhæð láns er 9,9 milljónir króna," segir greiningardeildin.

Hún segir að helstu skýringuna á þessum samdrætti er að finna í því að verulega hægði á fasteignamarkaði í júlí en velta á honum var með minnsta móti í mánuðinum.

?Jafnframt má rekja minnkandi útlán bankanna að hluta til þess að þeir hafa aukið aðhaldið í útlánsstefnu sinni, lækkað hámarkslán og hert skilyrði fyrir útlánum," segir greiningardeildin.

Þá eru merki um íbúðarmarkaður sé að kólna. Ástæður þess eru til dæmis hærri vextir á íbúðalánum og aukin verðbólga.

?Í ljósi þessa teljum við að útlán banka verði áfram tiltölulega lítil en þó muni þau aukast að einhverju marki með aukinni veltu á fasteignamarkaði á haustmánuðum," segir greiningardeildin.