Samdráttur í iðnaðarframleiðslu í Suður-Kóreu nú í desember var sá mesti í þrjú ár og þarf vart að taka fram að ástæðan er minnkandi eftirspurn á heimsvísu. Lee Myung, forseti Suður-Kóreu, sagði líklegt að efnhagslegir erfiðleikar yrðu enn meiri á þessu ári. „Heimshagkerfið er ekki eingöngu í tímabundinni niðursveiflu heldur komið inn á nýtt skeið með minnkandi hagvexti,“ sagði Myung. „Vaxandi samdráttur í iðnaðarframleiðslu í desember staðfestir að suður-kóreska hagvélin er að missa kraft og atvinna fer minnkandi í fyrsta skipti í nærri þrjú ár,“ hefur Reuters eftir hagfræðingi hjá HSBC.