Fluttar voru inn vörur til landsins fyrir 26,8 milljarða króna í október en útflutningur nam hins vegar 20 milljarða króna, segir greiningardeild Glitnis.

?Hallinn á vöruskiptum við útlönd nam því 6,8 milljarða króna í október og minnkar frá fyrri mánuði þegar hann reyndist 7,6 milljarða króna," segir greiningardeild Glitnis

?Minni innflutningur er helsta skýringin á minni halla á vöruskiptum. Sennilegt er að minni innflutningur á olíu og eldsneyti eigi þar verulegan hlut í máli en sá innflutningur getur verið sveiflukenndur á milli mánaða og var með mesta móti í september. Á móti kemur að útflutningur dregst einnig nokkuð saman milli mánaða," segir greiningardeildin.

Hún segir að dregið hefur hratt úr mánaðarlegum halla á vöruskiptum að undanförnu en mestur varð hallinn um 19 milljarðar króna í júlímánuði.

?Uppsafnaður halli ársins er hins vegar geysilegur eða um 112 milljarða króna Hægt hefur á vexti hallans fyrir árið í heild og reikna má með talsvert minni halla á næsta ári, ekki síst í ljósi þess að stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi fer að ljúka," segir greiningardeildin.