Það voru 965 fólksbílar nýskráðir í október, sem er 27% samdráttur frá sama mánuði í fyrra, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka.

?Bifreiðakaup landsmanna höfðu vaxið nær linnulaust frá árinu 2003 þegar þau tóku að dragast saman í apríl á þessu ári í kjölfar gengislækkunar krónunnar og neikvæðari væntinga landsmanna. Hugsanlega ráða svokölluð mettunaráhrif einnig nokkru um því margir landsmenn hafa þegar endurnýjað bílaflota sinn að töluverðu leyti.

Bifreiðaeign Íslendinga er orðin mjög há, bæði í sögulegu samhengi og í samanburði við aðrar þjóðir og má nefna að Reykvíkingar á bílprófsaldri (17-85 ára) eiga rúmlega einn bíl á mann,? segir greiningardeildin.

?Bifreiðakaup gefa ágætis vísbendingu um þróun einkaneyslu landsmanna og benda tölur síðustu mánaða til þess að áfram dragi úr vexti einkaneyslu. Á síðustu mánuðum hefur þó gengi krónunnar styrkst töluvert á ný og væntingar neytenda aftur farið á flug sem gæti leitt til meiri neyslu en ella,? segir greiningardeildin