Þjóðarframleiðsla í Japan dróst saman um 0,3% á öðrum ársfjórðungi samanborið við fyrstu þrjá mánuði ársins. Þessar hagtölur komu greiningaraðilum mjög á óvart sem höfðu flestir hverjir átt von á 0,1% samdrætti.

Minni umsvif í japanska hagkerfinu voru einkum rakin til þess að fyrirtæki þar í landi héldu að sér höndum í fjárfestingum. Ljóst þykir að mati sérfræðinga að líkur á stýrivaxtahækkun Japansbanka á næstunni hafi minnkað sökum þessa.