Rússneska hagkerfið skrapp saman um 1,9% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum rússnesku hagstofunnar. Á síðasta fjórðungi ársins 2014 mældist aftur á móti 0,4% hagvöxtur á ársgrundvelli.

Í frétt BBC segir að Vladimír Pútin rússlandsforseti geri ráð fyrir því að hagvöxtur hefjist á ný í landinu á næsta ári, en Uppbyggingar- og þróunarbanki Evrópu gerir aftur á móti ráð fyrir 4,5% samdrætti í ár og 1,8% samdrætti árið 2016.

Sem fyrr eru það lækkanir á olíuverði og refsiaðgerðir Vesturlanda vegna átakanna í Úkraínu sem valda erfiðleikum í Rússlandi.