Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,2% á milli mánaða í nóvember. Jafn lítill vöxtur hefur ekki sést vestanhafs síðastliðna fimm mánuði. Til samanburðar jókst smásala um 0,6% á milli mánaða í október.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag.

Tölurnar í síðasta mánuði eru talsvert undir væntingum en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á óbreyttan vöxt frá í október. Bloomberg bendir á að ekki hafi dugað til að útsölur hafi hjá mörgum átt að halda smásölunni uppi.