Sala áfengis í lítrum er 2,2% minni fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við árið 2010. Salan í september er hins vegar 6,2% meiri ef miðað er við september í fyrra.

Þetta kemur fram á vef Vínbúðarinnar.

Sala á bjór hefur minnkað um 3,5% það sem af er ári og en mest hefur salan minnkað á ókrydduðu brennivíni og vodka, eða um tæp 9%. Þannig hefur salan á sterku áfengi lækkað um 3,3% það sem af er ári.

Hins vegar hefur sala á léttvíni aukist um 2,7% á milli ára.