Samdráttur varð á evrusvæðinu um á öðrum ársfjórðungi en þjóðarframleiðsla á svæðinu lækkaði um 0,3% samkvæmt tölum frá Eurostat.

Reuters fréttastofan greinir frá þessu en viðmælendur hennar óttast að frekari samdráttur mun eiga sér stað á evrusvæðinu á þriðja og jafnvel fjórða ársfjórðungi.

Á myndinni hér til hliðar má sjá breytingar á þjóðarframleiðslu helstu hagkerfa Evrópu auk evrusvæðisins og allra Evrópusambandsríkjanna.

Í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu varð samdráttur upp á 0,5% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs og er það í fyrsta skipti síðan í byrjun árs 2004 sem samdráttur á sér stað milli ársfjórðunga í Þýskalandi. Samdráttur í Frakklandi og á Ítalíu var um 0,3%.

Samdrátt á evrusvæðinu má helst rekja til minni útflutning og ekki síst minnkandi einkaneyslu.

Sé hins vegar miðað við annan ársfjórðung ársins 2007 hefur þjóðarframleiðsla á evrusvæðinu aukist um 1,5% en 1,7% hjá öllum Evrópusambandsríkjunum 27.