Samdráttur varð í hagkerfi Suður-Afríku á fjórða ársfjórðungi, en landsframleiðan dróst saman um 1,3% á milli ára. Þetta kemur fram í grein hjá Financial Times.

Miklar bilanir voru á kolaverum á vegum orkufyrirtækisins Eskom á ársfjórðungnum. Bilanirnar leiddu til rafmagnstruflana nánast á hverjum degi, en kolaver Eskom framleiða um það bil 95% af þeirri raforku sem notuð er í Suður-Afríku.

Samdrátturinn á fjórða ársfjórðungi gerir það að verkum að verg landsframleiðsla landsins hefur staðið í stað frá lok árs 2019. Á sama tíma hefur íbúum landsins fjölgað um 3,5%.