Samdráttur varð í efnahagslífi Svíðþjóðar á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Nam samdrátturinn 1,1% á tímabilinu. Hins vegar var 3,9% hagvöxtur allt árið 2011.

Samdrátturinn var meiri en gert var ráð fyrir og spá margir greinendur samdrætti á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði vexti fyrir tveimur vikum og búist er við frekari vaxtalækkunum. Stýrivextir eru nú 1,5%.

SAAB
SAAB
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Erfiðleikar SAAB eru ekki einu vandræðin í sænsku efnahagslífi.