Samkvæmt Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans, hefur útflutningur sjávarafurða dregist saman um allt að 13,6%. Útflutningur sjávarafurða nam 138,5 milljörðum fyrstu sjö mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra nam útflutningurinn 160,4 milljörðum. Samdrátturinn nemur því allt að 22 milljörðum króna.

Þróunina má aðallega rekja til styrkingar á krónunni og eftirspurnarbreytingum á mörkuðum. Af þeim löndum sem sækjast mest eftir íslenskum sjávarafurðum, er gengisveiking á gjaldmiðlum Bretlands, Noregs, Nígeríu og Rússlands mest áberandi. Löndin fjögur kaupa um 35% af heildarútflutningi sjávarafurða.

Gengi pundsins var að meðaltali 12,9% lakara gagn­vart ís­lensku krón­unni fyrstu sjö mánuði árs­ins, borið sam­an við sama tíma­bil í fyrra. Sé borið við þetta sama tímabil, hefur gengi norsku krón­unn­ar og níg­er­ísku nærunnar veikst um allt að 12,6-13,3%.

Rússneska rúblan hefur aftur á móti veikst um allt að 22,4% og evran um 6%, sé miðað við fyrstu sjö mánuði ársins á þessum tvennu tímabilum.