Samdráttarskeiðið á Íslandi var mun lengra en í aðildarríkjum Evrópusambandsins, þar með talið Portúgal og Írland. Seðlabankinn sagði í byrjun febrúar að efnahagsbati væri hafinn hér á landi en hagvöxtur mældist í fyrsta sinn frá hruni á þriðja fjórðungi síðasta árs og samkvæmt fyrstu áætlunum Hagstofunnar varð samdráttur á ný á lokafjórðungi ársins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Þar segir að hagvaxtarskeið hafi hafist að nýju á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í ESB.

Þá varð samdrátturinn hér meiri en í ríkjum ESB á öllum fjórðungum áranna 2009 og 2010 að 2. fjórðungi 2009 undanskildum. Þá dróst íslenska hagkerfið saman um 4,2% en meðalsamdráttur í ESB var þá 5,1%. Í kjölfarið jókst samdráttur hér en minnkaði í ESB.