Formlegt samdráttskeið, neikvæður hagvöxtur tvo ársfjórðunga í röð, gæti skollið á evrusvæðinu í ár að mati hollenska seðlabankastjórans Nout Wellink, en hann setur einnig í bankaráði Evrópska seðlabankans.

Ummælin voru látin falla á ráðstefnu Eurofi í Frakklandi í gær.

Þrátt fyrir þetta telur hann menn horfa of mikið á mælingar á landsframleiðslu og segir að hagvaxtarspár framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankans ekki vera „sérstaklega svartsýnar.”