Samdráttur vergrar landsframleiðslu á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs var minni en Hagstofan gerði ráð fyrir í desembermánuði. Þetta kemur fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, á fundi með fréttamönnum nú rétt áðan. Hagstofan birti endurskoðaðar tölur fyrir tímabilið nýlega og segir Þórarinn að samdrátturinn hafi jafnvel verið minni en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í hagspá sinni í febrúar.

Í máli Þórarins kom fram að inn- og útflutningur hafi verið meiri en áður var talið og þjóðarútgjöld lægri en að fjárfesting hafi verið minni en áður var reiknað með.