Landsframleiðsla í Japan dróst saman um 1,9% á þriðja ársfjórðungi, en ekki 1,6% eins og áður hafði verið gefið út. BBC News greinir frá þessu.

Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 2,1% hagvexti á tímabilinu og er því ljóst að tölurnar eru mikil vonbrigði. Þetta er þó minni samdráttur en varð á öðrum ársfjórðungi, en þá nam hann 7,3%.

Áætlað hafði verið að hækka söluskatt í Japan á næsta ári, en eftir fyrstu efnahagstölur um þriðja ársfjórðung birtust ákvað Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, að fresta þeim fyrirætlunum og rjúfa þing.