Leiðandi hagvísir áhættu- og fjárstýringarráðgjafarfyrirtækisins Analytica, sem er vísitala sem gefur vísbendingu um hagþróun eftir hálft ár, lækkaði í ágústmánuði. Yngvi Harðarson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Lækkuðu fjórir af sex undirliðum sem hagvísirinn notar frá júlímánuði og var framlag þeirra allra til lækkunar áþekk. Milli ára lækkuðu fimm þeirra. Jafnframt voru eldri tölur um breytingar hagvísisins endurskoðaðar niðurávið.

Eftir lækkunina tók vísirinn gildið 94,1, en hann tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni þróunar hans, en nánar má lesa um hvernig hagvísirinn virkar á síðu félagsins .

Undirliðirnir sex eru valdir út frá því að þeir hafi forspárgildi um vendipunkta í hagþróun eftir sex til níu mánuði, því eru þættir sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins og eða veita vísbendingar um eftirspurn eftir vörum og þjónustu.

Það er að til að hægt sé að auka framleiðslu þarf að afla aðfanga og stofna til fjárfestinga, og því eru undirliðirnir sex aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup.