Danmörk og Svíþjóð eru að skoða sameiginlegt landamæraeftirlit til að taka á auknum fjölda flóttamanna sem eru að koma til ríkjanna. Fréttastofan Bloomberg greinir frá.

Fyrir stuttu sagði forsætisráðherra Danmerkur, Lars Lokke Rasmussen, að mögulegt væri að hefja sameiginlegt landamæraeftirlit þjóðanna. Kristina Persson, ráðherra í sænsku ríkisstjórnarinnar um Norrænt samstarf hefur nú einnig lýst því yfir að hún sé fylgjandi hugmyndinni.

Persson sagði þó að engar sérstakar samningaviðræður hefðu farið en að sameiginleg landamæri gætu hjálpað til við að draga úr þeim neikvæðu áhrif um sem flóttamannamálið heðfu haft á samskipti þjóðanna. Ríkisstjórn Svíþjóðar gagnrýndi Danmerkur nýlega fyrir að hafa ekki gert nægilega mikið í móttöku flóttamanna. Svíþjóð tók á móti um 163 þúsund á síðasta ári á meðan Danmörk tók á móti 20 þúsund. Svíþjóð hefur þó gefið það út að það muni senda til baka um það bil helming þeirra þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði sem landið setur fyrir dvalarleyfi.

Landamæraeftirlit er nú á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar á Eyrasundsbrúnni, en landamæraeftirlitið var sett upp við upphaf þessa árs. Þetta var töluverð breyting frá stefnu síðustu áratuga, en markvisst hefur verið unnið að því að draga úr hömlum á ferðalögum innan Norðurlandanna.