Fjölbrautaskólinn í Ármúla og Tækniskólinn verða sameinaðir á næstunni samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV . Frá þessu var greint í morgun.

Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, vildi lítið um málið segja en sagði þó að það væri verið að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við fækkun nemenda á framhaldsskólastigi. Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er í eigu rekstrarfélags í eigu SFS, SI, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Ármúlaskóli hefur verið framhaldsskóli frá árinu 1979, en formlega var Fjölbrautaskólinn við Ármúla stofnaður haustið 1981.

Félag framhaldsskólakennara tekur skýra afstöðu gegn fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. Þeir segja að það sé áhyggjuefni ef einkavæða eigi menntakerfið, einn skóla í einu í fréttatilkynningu sem Mbl.is fjallar um.

Þingmenn stjórnarandstæðunnar hafa einnig verið harðorðir í gagnrýni sinni á fyrirhugaða sameiningu á Alþingi. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði meðal annars: „Þetta er skandall,“ í pontu.