Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að breyta innheimtu lántökukostnaðar vegna nýrra sjóðfélagalána. Í tilkynningu sjóðsins segir að breytingin feli í sér að í stað þess að greiða 1% af lánsupphæð í lántökukostnað, eins og almennt tíðkist hjá lánastofnunum, komi 15 þúsund króna föst greiðsla án tillits til lánsupphæðar. "Lántökukostnaður á 7,5 milljóna króna láni, sem er meðallánsfjárhæð hjá sjóðnum, lækkar því um 60 þúsund krónur, úr 75 þúsund krónum í 15 þúsund krónur. Kostnaður vegna lána sem eru 1,5 milljónir króna eða lægri hækkar hins vegar lítillega. Breytingin kemur til framkvæmda frá og með 1. apríl næstkomandi og gildir til ársloka 2012. Stjórnin hefur samþykkt að eftirleiðis verði lántökukostnaður ákveðinn árlega í upphafi hvers árs," segir í tilkynningu sjóðsins.