Í tilkynningu frá sameinaðri fasteignasölu segir að tilgangur samrunans sé er fyrst og fremst að auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini. Eftir sameiningu eru starfsmenn fyrirtækisins 15 talsins. LANDMARK hóf starfsemi árið 2010 en SMÁRINN fasteignamiðlun tók til starfa í upphafi árs 2016. Í tilkynningunni er haft eftir Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala og framkvæmdastjóra fasteignasölunnar að með sameiningunni náist fram mikilvæg samlegðaráhrif.

Sigurður Samúelsson, fasteignasali og formaður stjórnar LANDSMARK / SMÁRINN segir ætlunin fasteignasölunnar vera að veita viðskiptavinum persónulega og faglega þjónustu, en viðskiptin sem eru undir hljóti að teljast ákaflega mikilvæg því þau snúast oftar en ekki um aleigu og heimili fólks.