Nú eiga sér stað viðræður milli bandarísku bílaframleiðandanna General Motors og Chrystler um yfirtöku þess fyrrnefnda á Chrystler.

Eftir því sem fram kemur í frétt MSNBC í dag mun sameining félaganna kosta um 35 þúsund manns starfið.

Greiningaraðilar vestanhafs eru þó sammála um að fari svo að Chrysler, sem riðar á barmi gjaldþrots, verði selt í minni hlutum kunni enn fleiri starfsmenn félagsins að missa vinnuna.

Talið er líklegt að bandaríska fjármálaráðuneytið muni aðstoða General Motors við yfirtökuna og þannig reyna að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi meðal starfsmanna félaganna tveggja.  Patrick Anderson, forstjóri General Motors staðfesti í samtali við fjölmiðla í dag að viðræður ættu sér stað milli félagsins og yfirvalda.