Kaup OMX á Kauphöll Íslands og sameining kauphallanna er jákvætt skref, að mati greiningardeild Glitnis. ?Aðild íslenskra fyrirtækja að stærri kauphöll er til þess fallinn að auka skilvirkni íslensks hlutabréfamarkaðar og auðvelda íslenskum fjárfestum aðgengi að mörkuðum OMX Kauphallanna," segir greiningardeildin.

OMX og Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing, eigandi Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi hf. Kaupin eru næsta skref í þeirri viðleitni að samþætta verðbréfamarkaði Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og gera OMX kauphallirnar að leiðandi evrópskum markaði.

?Sýnileiki skráðra íslenskra hlutafélaga mun aukast til muna við sameininguna. Þá verður mikil fjölgun á aðilum markaðarins í gegnum það net miðlara sem þegar eru aðilar að OMX. Seljanleiki bréfanna ætti því að aukast umtalsvert þegar fram líða stundir," segir greiningardeildin.