Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það koma til greina að sameina Íslandsbanka og Landsbanka ef stjórnvöld gangi að tilboðði kröfuhafa Glitnis og eignis Íslandsbanka að fullu. Þetta er haft eftir Bjarna í Morgunblaðinu í dag.

Bjarni sagði við Viðskiptablaðið í gær að hann teldi ekki æskilegt að ríkið héldi á fjármálafyrirtækjum sem væru líklega eitthverstaðar í kringum 25% af landsframleiðslu.

Bjarni bendir þó á að horfa þurfi til sjónarmiða sem tengjast samkeppni og samþjöppun á markaði.

Kröfuhafar Glitnis höfðu þegar lagt fram tilboð sem var ekki fullnægandi en í gær var tilkynnt um að þeir hefðu boðið ríkinu 95% eignarhlut í Íslandsbanka sem hluta af stöðugleikaframlagi við afnám gjaldeyrishafta.